Myndband um öflun viðar í nýja brú á Þingvöllum

Gísli Már Árnason, fyrrverandi starfsmaður Skógræktar ríkisins á Vesturlandi, sendi vef SR skemmtilegt myndband sem hann hefur gert um skógarhögg og viðarvinnslu. Í myndbandinu sést þegar tré eru felld og hvernig þau eru unnin í borðvið. Úr timbrinu var smíðuð brú í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Gísli segir þetta um myndbandsgerðina:

„Þegar við fórum af stað með pöntun sem barst til okkar á efnivið í göngubrú á Þingvöllum hafði ég myndavél meðferðis á góðviðrisdögum og tók nokkur video af ferlinu frá grisjun þangað til það var afgreitt frá okkur. Það setti ég svo saman í videostubb. Það er óhætt að segja að vegna manneklu voru 3 starfsmenn sem lögðu hart að sér til þess að þetta verkefni gæti gengið upp, vegna uppsetningar á búnaði, grisjun, útkeyrslu og flettingar.“

Verkið unnu þeir Gísli Baldur Mörköre, Jón Árni Árnason og höfundur myndbandsins, Gísli Már Árnason. 

Skogur.is þakkar Gísla fyrir þessa góðu sendingu. Myndbandið má sjá hér.