Bent á margþætt áhrif ungrar atvinnugreinar

Í Leiðara Fréttatímans 10. janúar fjallar Jónas Haraldsson ritstjóri um skógrækt út frá bókinni Skógarauðlindin - ræktun, umhirða og nýting sem kom út hjá Landbúnaðarháskóla Íslands í  október eins og fjallað var um hér á vef SR. Yfirskrift leiðara Jónasar er „Margþætt áhrif ungrar atvinnugreinar“ og ræðir hann um margvísleg jákvæð áhrif skógræktar, hún skapi atvinnu, spari gjaldeyri, veiti möguleika til útivistar og „skjól fyrir menn, skepnur og ræktun, auk jarðvegsbindingar,“ eins og Jónas skrifar orðrétt.

Leiðarann má lesa hér.

Á vefsíðu Landbúnaðarháskólans segir um bókina Skógarauðlindin - ræktun, umhirða og nýting að hún sé byggð „að stórum hluta á sænsku bókinni Nyja tider skog sem gefin var út 2008 við miklar vinsældir sænskra skógræktarmanna. Yfir tuttugu íslenskir sérfræðingar í skógrækt þýddu og endurskrifuðu bókina. Á annað hundrað myndir og teikningar eru í bókinni sem gerir hana fallega og skemmtilega aflestrar. Bókin er 128 síður í stóru broti.“

Nánar er fjallað um bókina á vef LBHÍ.