Losun og binding. Ljósmynd: Pétur Halldórsson
Losun og binding. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Í könnun sem nú er lögð fyrir á netinu er fólk spurt um kolefnismál og skógrækt og hvaða nýtingarmöguleika það sjái fyrir sér í skógi. Skógræktin hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í könnuninni sem ekki tekur nema 5 mínútur að svara.

Könnunin er nemendaverkefni Önnu Vigdísar Magnúsardóttur, nema í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, með áherslu á markaðsfræði. Þetta er markaðskönnun og er hluti af lokaritgerð hennar sem er 12 eininga hagnýtt verkefni unnið undir leiðsögn Ellerts Rúnarssonar aðjúnkts. Hún snýr að stafrænni markaðsáætlunargerð fyrir ónefnt íslenskt fyrirtæki.

Könnunin tengist bæði skógrækt, kolefnisbindingu og notkun samfélagsmiðla. Markmið rannsóknarinnar er að kanna viðhorf fólks til skógræktar og nýtingar skóga.

Fljótlegt er að svara könnuninni og ástæða til að hvetja sem flest fólk til þess.

Svara könnun

Texti: Pétur Halldórsson