Björn Traustason, fagstjóri landupplýsinga hjá Skógræktinni og formaður Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, ræddi um fegurð í þættinum Uppástandi á Rás 1. Þar velti hann meðal annars upp fegurð skóga og ólíkri fegurðarskynjun eftir veðri og vindum, stað og stund, en ræddi líka um deilur fólks um fegurð.
Lerki er ættkvísl sumargrænna barrtrjáa sem vex í barrskógabeltinu á norðurhveli jarðar eða til fjalla á suðlægari slóðum. Til ættkvíslarinnar teljast 10-15 tegundir en lerki er af þallarætt (Pinaceae) og ættbálkinum Pinales. Fyrrum var lerki kallað lævirkjatré eða jafnvel barrfellir enda ólíkt öðrum barrtrjám sem við þekkjum að því leyti að það fellir barrið á haustin.
Skógræktin óskar eftir að ráða sviðstjóra skógarþjónustu stofnunarinnar sem ber m.a. ábyrgð á skógarþjónustu og veitingu framlaga til skógræktar á lögbýlum. Umsóknarfrestur er til 23. september.
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hófst í morgun í Mosfellsbæ. Í erindi sínu við upphaf fundarins benti skógræktarstjóri á að nú væri útlit fyrir metár í söfnun á trjáfræi. Hann talaði um vaxandi skógrækt og mikilvægi þess að taka ábyrgð í loftslagsmálum. Aðalfundurinn stendur fram á sunnudag.
Þess er vænst að mælingar sem nú fara fram á öndun jarðvegs í ungum og eldri skógum bæti gögn um kolefnisbúskap skóganna og þar með vitneskju um hlutdeild jarðvegsins í kolefnisbindingu íslenskra skóga. Mælingarnar fara fram í bæði birki- og greniskógum.