Vel gekk að safna birkifræi í Guðmundarlundi, reit Skógræktarfélags Kópavogs, þegar félagið bauð félagsfólki sínu og almenningi að fræðast um söfnun og sáningu á birkifræi og leggja sitt af mörkum til landsátaksins. Nú er fræsöfnunartíminn í hámarki og allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að fara út að tína meðan tíðin er góð.
Elmia Wood skógtæknisýningin í Svíþjóð sem haldin er fjórða hvert ár er líklega stærsta sýning sinnar tegundar í heiminum. Í nýju myndbandi frá Kviklandi eru nokkrir áhugverðir sýnendur heimsóttir til að kynnast starfsemi þeirra og ýmsum nýjungum sem þar var teflt fram.
Þátttakendur í birkifræsöfnun Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk tíndu um 850 þúsund birkifræ í haustlitadýrðinni í Heiðmörk í gær. Skógræktarfélag Kópavogs efnir til sambærilegs viðburðar þriðjudaginn 4. október.
Fjallað verður um ný meindýr og sjúkdóma sem hafa gert usla bæði í görðum og skógrækt víða um land að undanförnu á haustmálþingi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi / FSU sem haldið verður á Reykjum 13. október.
Þar sem var eyðimörk fyrir sextán árum vex nú eik og alls yfir fimmtíu aðrar tegundir og afbrigði trjáa, auk ýmissa runna og fjölæringa. Árið 2013 heyrðist fyrst í skógarþresti á svæðinu. Þar með urðu tré að skógi að mati fjölskyldunnar sem breytt hefur eyðimörk í gróskumikið skóglendi á sextán árum.