Fjallað verður um ný meindýr og sjúkdóma sem hafa gert usla bæði í görðum og skógrækt víða um land að undanförnu á haustmálþingi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi / FSU sem haldið verður á Reykjum 13. október.

Auglýsing fyrir málþingiðÓboðnir gestir í íslenskri garð- og trjárækt, meindýr og sjúkdómar, eru umfjöllunarefni haustmálþingsins að þessu sinni. Þar fjallar Halldór Sverrisson plöntusjúkdómafræðingur um sveppasjúkdóma í trjám og runnum og Brynja Hrafnkelsdóttir, skordýrafræðingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar, ræðir um meindýr í skógrækt. Því næst talar Guðmundur Halldórsson um meindýr í garðrækt og að lokum verður Bryndís Björk Reynisdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands, með erindi um plöntuvarnarefni og aðrar varnir gegn meindýrum og sjúkdómum. Fundarstjóri verður Björgvin Örn Eggertsson, skógfræðingur við FSU, og inngang flytur Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur hjá FSU.

Málþingið er haldið í samstarfi Fjölbrautaskóla Suðurlands og Félags Iðn- og tæknigreina. Það er öllum opið. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á gardyrkjuskolinn@fsu.is.

Frétt: Pétur Halldórsson