Á degi íslenskrar náttúru í dag, 16. september, verða viðburðir á nokkrum stöðum í skógum landsins. Eftir tæpa viku hefst formlega landsátak um söfnun og sáningu á birkifræi og fólk getur tekið forskot á sæluna í tilefni dagsins og safnað birkifræi sem nú hefur víða náð nægum þroska.
Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð.
Skógræktarfélag Íslands hefur tilnefnt hæsta tré landsins til heiðurstitilsins Tré ársins hjá félaginu þetta árið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður viðstödd í skóginum á Kirkjubæjarklaustri þegar tréð verður formlega útnefnt á mánudag.
Björn Traustason, fagstjóri landupplýsinga hjá Skógræktinni og formaður Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, ræddi um fegurð í þættinum Uppástandi á Rás 1. Þar velti hann meðal annars upp fegurð skóga og ólíkri fegurðarskynjun eftir veðri og vindum, stað og stund, en ræddi líka um deilur fólks um fegurð.
Lerki er ættkvísl sumargrænna barrtrjáa sem vex í barrskógabeltinu á norðurhveli jarðar eða til fjalla á suðlægari slóðum. Til ættkvíslarinnar teljast 10-15 tegundir en lerki er af þallarætt (Pinaceae) og ættbálkinum Pinales. Fyrrum var lerki kallað lævirkjatré eða jafnvel barrfellir enda ólíkt öðrum barrtrjám sem við þekkjum að því leyti að það fellir barrið á haustin.