Skógræktin hefur ákveðið að færa eða fresta gróðursetningarverkefnum sem fara áttu fram í sumar jörðum í umsjón stofnunarinnar í Skorradal. Vonast er þó til þess að sátt náist við Skorradalshrepp um áframhaldandi gróðursetningu á jörðunum. Skógrækt á ríkisjörðum í Skorradal er hluti af stækkun þjóðskóganna sem gerist nú hraðar en verið hefur, meðal annars með nýju fjármagni innlendra og erlendra aðila.
Opinber flokkun atvinnuveganna varð til þess að skilja mátti frétt í Ríkisútvarpinu á þann veg að skógrækt væri einn þeirra atvinnuvega sem losuðu mest kolefni út í andrúmsloftið. Staðreyndin er sú þvert á móti, að skógur er eitt stærsta mótvægið við losun okkar Íslendinga. Binding íslensku skóganna hefur stóraukist undanfarin ár og þeir binda nú ríflega hálfa milljón tonna af koltvísýringi á hverju ári. Binding skóganna mun enn aukast mikið á komandi árum og áratugum.
Í mörg horn er að líta hjá skógræktarráðgjöfum Skógræktarinnar á vorin og í byrjun sumars. Ráðgjafarnir hafa verið á þönum undanfarnar vikur að sinna ýmsum verkum, meðal annars sem snerta jarðvinnslu og annan undirbúning skógræktar en líka úttektum á gróðursetningum og fleiri þáttum. Hér eru svipmyndir frá Tjörnesi og úr Kelduhverfi.
Þrír nýir skógræktarráðgjafar eru nú komnir að fullu til starfa hjá Skógræktinni og sömuleiðis þrír verkefnisstjórar. Auglýst var eftir fólki í þessar stöður á vordögum.
Íslensk skógarúttekt var til umfjöllunar í kvöldfréttatíma Sjónvarpsins laugardaginn 25. júní og þar var rætt við Björn Traustason, sérfræðing á rannsóknasviði Skógræktarinnar, sem er meðal þeirra sem nú fara um landið á vegum stofnunarinnar til úttektar á mæliflötum í skógum. Björn segir að kolefnisbinding í skógunum hafi aukist mikið undanfarin ár.