Sigrún Þöll Hauksdóttir Kjerúlf, kennari á Egilsstöðum, birti föstudaginn 22. apríl myndir af fallega blómstrandi tré á Facebook-síðunni Ræktaðu garðinn þinn – garðyrkjuráðgjöf. Myndir af blómstrandi trjám eru algengar á síðunni, en hér var um blæösp að ræða og er blómgun hennar hér á landi nánast óþekkt fyrirbæri.
Talsvert er um skemmd og brotin tré í Hallormsstaðaskógi eftir nýliðinn vetur. Skógræktarstjóri segir þó í spjalli við Austurfrétt að ekki hafi orðið stórtjón en eftir því sem trén hækka og stormar verða tíðari megi búast við meiri skemmdum af þessum toga.
Votlendi og skógrækt í Reykjavík, sporin á þingvöllum og líffræðileg fjölbreytni er meðal viðfangsefna á ráðstefnu sem fram fer á degi íslensks landslagsarkitektúrs fimmtudaginn 28. apríl í ráðstefnusal Grósku að Bjargarstíg 1 í Reykjavík. Dagskráin stendur frá kl. 13 til 16.30 og er öllum opin en tilkynna þarf þátttöku fyrir fram.
Tilkynnt hefur verið að Skógardagurinn mikli sem fallið hefur niður undanfarin tvö ár vegna veirufaraldursins, verði haldinn laugardaginn 25. júní í Hallormsstaðaskógi.
Danska kirkjan Folkekirken hyggst draga úr kolefnisspori sínu um 70 prósent áður en áratugurinn er úti. Þetta á meðal annars að gera með því að breyta ræktarlandi á kirkjujörðum í villta náttúru og kirkjuskóga. Íslenska þjóðkirkjan leitar einnig leiða til að nýta kirkjujarðir í þágu loftslagsmála, meðal annars í samstarfi við Skógræktina.