Votlendi og skógrækt í Reykjavík, sporin á þingvöllum og líffræðileg fjölbreytni er meðal viðfangsefna á ráðstefnu sem fram fer á degi íslensks landslagsarkitektúrs fimmtudaginn 28. apríl í ráðstefnusal Grósku að Bjargarstíg 1 í Reykjavík. Dagskráin stendur frá kl. 13 til 16.30 og er öllum opin en tilkynna þarf þátttöku fyrir fram.

Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, stendur fyrir ráðstefnunni. FÍLA var stofnað árið 1978 og í félaginu eru yfir 80 félagsmenn um allt land sem starfa á breiðu sviði við hönnun, skipulag og stjórnun bæði í þéttbýli og dreifbýli. Landslagsarkitektar eru sérfræðingar sem vinna við það að varðveita náttúru og menningarlandslag, að gera manngert umhverfi í þéttbýli og dreifbýli vistlegt, hagkvæmt og fallegt – án þess að ganga að óþörfu á náttúruleg gæði. Markmið FÍLA er meðal annars að stuðla að þróun landslags- og garðbyggingarlistar,  vinna að skynsamlegri landnotkun og þróun byggðar og að tryggja varðveislu náttúru- og menningarverðmæta.

Dagur íslensks landslagsarkitektúrs

Ráðstefna FÍLA fer fram í ráðstefnusal Grósku að Bjargarstíg 1 í Reykjavík fimmtudaginn 28. apríl og hefst kl. 13.  Dagskráin er á þessa leið:

13.00 HÚSIÐ OPNAÐ
13.15-13.25 Ávörp og setning
13.25-13.45 FÍLA – Stutt yfirlit um tilurð og starfsemi síðustu 25 ára - Einar. E. Sæmundsen og Auður Sveinsdóttir
13.45-14.05 Sporin á Þingvöllum - Þráinn Hauksson og Einar Á. Sæmundsen
14.05-14.25 Ramparnir í Reykjavík - Lilja Kristín Ólafsdóttir
14. 25-14.55 Líffræðileg fjölbreytni - Ása Aradóttir
14.55-15.25      HLÉ
15.25-15.45 Út fyrir ystu brún - Bolafjall - Jóhann Sindri Pétursson
15.45-16.05 Votlendi og skógrækt í Reykjavík - Þórólfur Jónsson
16.05-16.25 Baugur Bjólfs, aðdráttarafl á fjallsbrún - Anna Kristín Guðmundsdóttir

 

FÍLA, Félag íslenskra landslagsarkitekta stendur fyrir viðburðinum. Aðgangur er gjaldfrjáls en þátttaka tilkynnist vinsamlegast á ritari@fila.is fyrir 26. apríl. Vonumst til að sjá sem flesta.

Sett á skogur.is: Pétur Halldórsson