Ástæða er til að telja gulvíði til innlendra trjátegunda því hann getur sannarlega náð þeirri hæð að vera skilgreindur tré. Dæmi eru um að tegundin hafi náð allt að átta metra hæð hérlendis. Sjaldan er gulvíðir þó hærri en tveir metrar og víða aðeins jarðlægur runni.
Blæösp hefur vaxið á Íslandi frá alda öðli og telst því ein hinna fáu innlendu trjátegunda hérlendis. Blæösp er sjaldgæfust innlendra trjátegunda.
Reyniviður er um margt sérstætt tré. Til dæmis myndar reyniviður hvergi samfellda skóga þótt hann hafi verið á Íslandi frá því löngu fyrir landnám.
Endurmenntun LbhÍ auglýsir námskeið um sveppi og nýtingu sveppa laugardaginn 27. ágúst á Keldnaholti í Reykjavík. Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja fræðast um sveppi sem finna má á Íslandi og henta í matargerð og hvaða sveppir henta ekki.
Birki var eina trjátegundin á Íslandi áður en landið byggðist sem myndað gat samfellt skóglendi. Formlegt heiti tegundarinnar á íslensku er ilmbjörk enda fyllir ilmur hennar vitin, einkum þegar hún laufgast á vorin og fram á sumar.