TTS-herfing er væg aðferð við jarðvinnslu til skógræktar miðað við aðrar aðferðir sem völ er á. Sárin gróa fljótt og jarðvinnslan eykur lífslíkur trjánna, flýtir fyrir vexti þeirra og þar með þeim árangri sem vænst er af viðkomandi skógræktarverkefni. Ljósmyndir af skógræktarsvæðum sem unnin hafa verið með TTS-herfi sýna að ummerkin eru fljót að hverfa.
Út er komið 47. tölublaðið af Riti Mógilsár með útdráttum og smágreinum höfunda sem fluttu erindi eða sýndu veggspjöld á ráðstefnunni. Rit Mógilsár er vettvangur fyrir fræðilegt efni frá sérfræðingum Skógræktarinnar og samstarfsfólki þeirra og hefur komið út frá árinu 2000. Eldri rit frá Mógilsá hafa nú verið skönnuð og birt á vef Skógræktarinnar einnig.
Skógarverðinum á Hallormsstað barst í vikunni tilkynning um að brjóstmynd af Þorsteini Valdimarssyni skáldi væri horfin úr skóginum. Hvarfið hefur verið tilkynnt lögreglu sem þjófnaður og skemmdarverk.
Myndin sem hér fylgir er tekin í Hallormsstaðaskógi og sýnir augljóslega uppvaxandi ungskóg. Reyniviður er mest áberandi en einnig er mikið um birki og gulvíði. Sé grannt skoðað má greina eina unga lerkiplöntu hægra megin við miðja mynd og sennilega fjallaþin lengst til vinstri. Í skógarbotninum er reyrgresi ríkjandi, en einnig má greina hrútaber og vallelftingu. Svo eru tvær lúpínuplöntur lengst til hægri en þær eru þar nálægt slóð sem er í jaðri ungskógarins. Einnig glittir í lerkigreinar, sem eru óðum að hverfa í gróðurinn.
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2022 verður haldinn í Mosfellsbæ dagana 2.-4. september 2022 og er Skógræktarfélag Mosfellsbæjar gestgjafi fundarins. Fundurinn verður haldinn í Hlégarði með áhugaverðum fræðsluerindum og einnig verða skógar sveitarfélagsins skoðaðir.