Skógræktin óskar eftir að ráða sviðstjóra skógarþjónustu stofnunarinnar sem ber m.a. ábyrgð á skógarþjónustu og veitingu framlaga til skógræktar á lögbýlum. Umsóknarfrestur er til 23. september.
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hófst í morgun í Mosfellsbæ. Í erindi sínu við upphaf fundarins benti skógræktarstjóri á að nú væri útlit fyrir metár í söfnun á trjáfræi. Hann talaði um vaxandi skógrækt og mikilvægi þess að taka ábyrgð í loftslagsmálum. Aðalfundurinn stendur fram á sunnudag.
Þess er vænst að mælingar sem nú fara fram á öndun jarðvegs í ungum og eldri skógum bæti gögn um kolefnisbúskap skóganna og þar með vitneskju um hlutdeild jarðvegsins í kolefnisbindingu íslenskra skóga. Mælingarnar fara fram í bæði birki- og greniskógum.
Matvælaráðherra hefur gefið út fyrstu sameinuðu stefnuna í landgræðslu og skógrækt auk aðgerðaáætlunar. Yfirskrift hennar er Land og líf og þar er sett fram landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt með framtíðarsýn til ársins 2031. Aðgerðaáætlunin nær fram til ársins 2026.
Mælingu á síðustu mæliflötum Íslenskrar skógarúttektar lauk í gær, mánudaginn 29. ágúst. Alls voru teknir út 305 mælifletir þetta árið, þar á meðal 74 jaðarfletir sem settir voru upp til rannsókna á sjálfsáningu trjátegunda.