Skógur í íslenskri sveit. Ljósmynd: Pétur Halldórsson
Skógur í íslenskri sveit. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Skógræktin óskar eftir að ráða sviðstjóra skógarþjónustu stofnunarinnar sem ber m.a. ábyrgð á skógarþjónustu og veitingu framlaga til skógræktar á lögbýlum. Umsóknarfrestur er til 23. september.

Skógarþjónustan sinnir meðal annars verkefnum tengdum skógrækt á lögbýlum og áætlangerð. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við umfangsmikil verkefni í krefjandi og breytilegu umhverfi. Sviðstjóri skógarþjónustu heyrir beint undir skógræktarstjóra og er hluti af framkvæmdaráði stofnunarinnar.

Sviðstjóri skógarþjónustu

Auglýsing um starfiðHlutverk og markmið:

  • Ábyrgð á skógarþjónustu og veitingu framlaga til skógræktar á lögbýlum
  • Dagleg stjórnun skógarþjónustu
  • Gerð rekstrar- og starfsáætlunar sviðsins
  • Yfirumsjón með framlögum til skógræktar á lögbýlum
  • Yfirumsjón með fræmálum, plöntuframleiðslumálum og plöntudreifingu
  • Að viðhalda góðu samstarfi við skógareigendur
  • Yfirumsjón með áætlanagerð einstakra svæða og úttektum þeirra
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

  • Skógfræðimenntun og reynsla af opinberri stjórnsýslu, meistaragráða er æskileg
  • Þekking og reynsla af skógrækt á lögbýlum
  • Reynsla af stjórnun og áætlanagerð
  • Leiðtogahæfileikar
  • Færni í að koma upplýsingum frá sér í rituðu og töluðu máli
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Skipulag, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf 1. desember nk.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr 70/1996.

Umsóknarfrestur er til og með 23. september nk.

Skógræktin hefur starfstöðvar um allt land og starfstöð sviðstjóra skógarþjónustu er samkomulagsatriði. Nánari upplýsingar um störfin er að finna á Starfatorgi og á vef Skógræktarinnar, skogur.is/atvinna. Markmið Skógræktarinnar er að stofnunin sé eftirsóttur vinnustaður fyrir starfsfólk með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Þá sé starfsmönnum búin góð vinnuaðstaða, greiður aðgangur að upplýsingum og fjölbreyttir möguleikar á símenntun sem stuðli að starfsþróun og verðmætasköpun innan Skógræktarinnar og alls skógræktargeirans.

Skógræktin hefur hlotið jafnlaunavottun, innleitt styttingu vinnuvikunnar og græn skref í ríkisrekstri. Einnig hefur stofnunin sett sér umhverfis- og loftslagsáætlun með tímasettum markmiðum ásamt áætlunum um réttindi, vernd og ábyrgð starfsfólks, s.s. áætlanir um áreitni og einelti ásamt viðbrögðum við slíku.

Sótt er um á Starfatorgi

Sækja um