Í ljós er komið að birki og gulvíðir duga mjög vel til að draga úr rofi við ár og læki. Það staðfesta rannsóknir dr. Söru L. Rathburn, jarðfræðiprofessors við Colorado State University. Hún mældi ásamt samstarfsfólki sínu rof við fjögur vatnsföll á Íslandi og bar svæði þar sem skógur óx við árbakkann saman við nærliggjandi skóglaus svæði við sömu ár.
Verið velkomin í ketilkaffi bás Skógræktarinnar á sýningunni Íslenskum landbúnaði 2022 sem opnuð verður í Laugardalshöll í Reykjavík föstudaginn 14. október og stendur fram á sunnudag. Í básnum verður skógarstemmning og starfsfólk Skógræktarinnar svarar spurningum um hvaðeina sem snertir skóga og skógrækt, meðal annars skóga og skipulag, kolefnismálin, þjóðskógana, hvernig hefja má skógrækt og fleira. 
Garðyrkjuskólinn - FSU heldur námskeið í trjáfellingum og grisjun með keðjusög á Hallormsstað 13.-15. nóvember 2022. Námskeiðið er öllum opið.
Höfuðið af brjóstmynd skáldsins Þorsteins Valdimarssonar sem hvarf úr Hallormsstaðaskógi um miðjan ágúst í sumar er fundið. Gripurinn fannst fyrir tilviljun í heimahúsi á Egilsstöðum.
Hrefna Jóhannesdóttir skógfræðingur hefur verið ráðin í stöðu sviðstjóra skógarþjónustu hjá Skógræktinni. Hún tekur við stöðunni 1. desember.