Skógræktin óskar eftir að ráða skipulagsfulltrúa í fullt starf. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við umfangsmikil verkefni í krefjandi og breytilegu umhverfi. Skipulagsfulltrúi heyrir undir sviðstjóra skógarþjónustu.
Auglýst er eftir þátttakendum á jólamarkaði í Heiðmörk í Fréttabréfi Skógræktarfélags Reykjavíkur sem nýkomið er út. Þar er líka herhvöt Benedikts Erlingssonar, leikara og leikstjóra, sem brýnir landsmenn til skógræktar í baráttunni við loftslagsbreytingar. Loks er minnt á Heiðmerkurþrautina sem fram fer á laugardag til styrktar félaginu.
Landsverkefnið Söfnum og sáum birkifræi hvetur landsmenn til að skila nú á söfnunarstöðvar því fræi sem safnast hefur. Nokkuð vantar upp á að markmið ársins hafi náðst. Enn er líka nóg af fræi á trjánum og fram undan góðir veðurdagar til að safna.
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands heldur 26. nóvember námskeið um undirbúning lands til skógræktar. Námskeiðið er öllum opið og vakin er athygli á því að flest stéttarfélög styrkja félagsfólk sitt til endurmenntunar sem þessarar.
Stöðugur straumur fólks var að bás Skógræktarinnar á stórsýningunni Íslenskum landbúnaði 2022 sem haldin var í Laugardalshöll í Reykjavík 14.-16. október. Básinn vakti almenna hrifningu og var mikill áhugi að kaupa tré og aðra „leikmuni“ í básnum.