Nóg er af birkifræi til að tína á suðvesturhorninu ef vel er að gáð. Fræ er á um tíunda hverju tré o…
Nóg er af birkifræi til að tína á suðvesturhorninu ef vel er að gáð. Fræ er á um tíunda hverju tré og vel þess virði að leita þau uppi. Myndina tók Kristinn H. Þorsteinsson á viðburði Skógræktarfélags Kópavogs í Guðmundarlundi

Vel gekk að safna birkifræi í Guðmundarlundi, reit Skógræktarfélags Kópavogs, þegar félagið bauð félagsfólki sínu og almenningi að fræðast um söfnun og sáningu á birkifræi og leggja sitt af mörkum til landsátaksins. Nú er fræsöfnunartíminn í hámarki og allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að fara út að tína meðan tíðin er góð.

Þrátt fyrir að kalt væri í veðri þriðjudaginn 4. október þegar Skógræktarfélag Kópavogs í samstarfi við Kópavogsbæ efndi til birkifrætínslu í Vatnsendahlíð í Kópavogi. Samt sem áður komu þrettán manns til að tína, sex fullorðnir og sjö börn. Fyrst fræddi Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri félagsins, þátttakendur um birki og birkifræ í Fræðslusetrinu í Guðmundarlundi en því næst var haldið út í skóg í leið að fræi.

Frætínsla er afbragðsgóð upplifun og samvera fyrir fólk á öllum aldri með hressandi útivist og hreyfingu. Ljósmynd: Kristinn H. ÞorsteinssonJafnvel þótt nokkuð hafi verið talað um að lítið sé um fræ á birki á Suðvesturlandi þetta árið reyndist ekki erfitt að finna fræ í Guðmundarlundi. Fræmagn birkis er vissulega undir meðallagi á höfuðbogarsvæðinu í ár en það þýðir einungis að svolítið meira þurfi að leita að gjöfulum trjám. Um 10% birkitrjáa bera fræ þetta árið á svæðinu. Á þeim trjám sem á annað borð bera fræ má oftast finna talsvert magn þannig að auðvelt er að finna þau og fljótlegt að tína.

Kuldinn kældi fingur þátttkenda fljótt í Guðmundarlundi á þriðjudag sem gerði fólki erfitt um vik en þó söfnuðust um 200 þúsund fræ. Og þrátt fyrir kuldann skein gleðin út úr andliti barnanna sem sannarlega eru ekki hætt að tína því þau ætla að nota næstu daga til að safna enn meira fræi.

Ástæða er til að hvetja skóla landsins til að nýta haustið, fara út og tína birkifræ og birta frásagnir og myndir af viðburðunum á vefsíðum og samfélagsmiðlum með myllumerkinu #birkifræ eða hjámerkinu @birkifræ til að tengjast miðlum verkefnisins.

Texti: Kristinn H. Þorsteinsson og Pétur Halldórsson