Í Kína er bændafólki greitt fyrir að rækta skóg á landbúnaðarlandi. Í einhverju stærsta skógræktarverkefni sem sögur fara af hefur þannig verið ræktaður nýr skógur á landsvæði sem samanlagt nemur ríflega þreföldu flatarmáli Íslands. Mikið verk er að meta árangur af slíku verkefni en markmið þess er ekki síst að hamla gegn uppblæstri og jarðvegseyðingu sem mikil skógareyðing á umliðnum árum hefur valdið.
Á innan við aldarfjórðungi hefur Ólafur Njálsson garðyrkjufræðingur breytt illa grónu landi í Ölfusi í gróskumikinn skóg þar sem hann rekur garðplöntustöðina Nátthaga. Myndir sem teknar eru með 20 ára millibili sýna árangurinn vel.
Svo virðist sem iðnviðarskógur með alaskaösp geti vel endurnýjast af sjálfu sér eftir rjóðurfellingu þannig að óþarft sé að gróðursetja aftur í skóginn. Ef öspin reynist vera slík „eilífðarvél“ í íslenskri skógrækt eykur það til muna hagkvæmni asparskógræktar til viðarkurlsframleiðslu. Til að kanna þetta betur er nú verið að rjóðurfella aldarfjórðungsgamla ösp í Sandlækjarmýri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Hvernig er hægt að koma í veg fyrir frekari eyðingu frumskóga heimsins og er hægt að rækta á ný skóga þar sem þeir hafa horfið? Um þetta er fjallað í fyrstu fræðslumyndinni af þremur í sænsku röðinni The Green Planet. Þátturinn var sýndur á norsku sjónvarpsstöðinni NRK2 í gærkvöldi.
Ljósið frá ljósastaurum við afleggjarann upp í Kjarnaskóg á Akureyri platar lerkitrén. Þau tré sem næst standa staurunum halda enn græna litnum meðan önnur tré eru orðin alveg gul. Haustið bregður upp alls kyns skemmtilegum myndum í skóginum.