Suður-Kórea, Suður-Afríka og Eþíópía eru meðal þeirra fjölmörgu landa í heiminum sem nýta sér mátt trjágróðurs til landgræðslu og landbóta á svæðum þar sem gróðri hefur verið eytt og jarðvegseyðing orðið í kjölfarið. Með þessu starfi fæst aftur gjöfult land, bæði fyrir menn og náttúruna sjálfa, sjálfbær vistkerfi og líffjölbreytni.
Reykjavíkurborg og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa útnefnt borgartréð 2014. Að þessu sinni varð fyrir valinu fallegur garðahlynur við Sturluhallir, Laufásveg 49-51. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri útnefnir tréð borgartréð 2014 klukkan 17 í dag, föstudaginn 21. nóvember, og tendrar ljós á trénu.
Bændablaðið segir frá því í nýjasta tölublaði sínu frá 19. nóvember að líf hafi nú færst í gróðrarstöðina á Tumastöðum í Fljótshlíð sem Skógrækt ríkisins rak á sínum tíma við góðan orðstír. Hjónin Óskar Magnússon og Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir á Sámstaðabakka hafa tekið stöðina á leigu. Þau hyggjast viðhalda stöðinni og skapa þar störf.
Sjálfboðastarf að landbótum og stígagerð á Þórsmerkursvæðinu vekur athygli út fyrir landsteinana og vel gengur að ráða hæfa sjálfboðaliða til starfa. Mikið hefur áunnist þau tvö sumur sem sjálfboðaliðar hafa starfað á svæðinu en verkefnin eru óþrjótandi. Vel er hægt að ráða við aukinn ferðamannastraum, segir verkefnisstjórinn hjá Trail Team Volunteers sem stýrir starfi sjálfboðaliðanna
Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá (Rannsóknasvið Skógræktar ríkisins) óskar eftir að ráða staðarhaldara á Mógilsá.  Staðarhaldara er ætlað að sjá um hús, bíla, tæki og verkfæri en einnig umhirðu nánasta umhverfis stöðvarinnar að Mógilsá á Kjalarnesi.  Þá aðstoðar staðarhaldari sérfræðinga á Mógilsá við ýmis rannsóknastörf. Umsóknarfrestur er til 15. desember.