Á morgunfundi ThinkForest-verkefnisins sem haldinn var í húsakynnum Evrópuþingsins í Brussel  í gær, 13. nóvember, var rætt um þá möguleika sem atvinnugreinar byggðar á skógum eiga í þróuninni til lífhagkerfisins. Einnig voru þau vandamál til umræðu sem loftslagsbreytingarnar bera með sér og það mikilvæga hlutverk sem skógarnir geta gegnt í þeirri baráttu.
Þrír danskir skógtækninemar í grunnnámi við Agri college í Álaborg dvöldu hjá Skógræktinni á Suðurlandi um mánaðartíma í október og nóvember. Þau unnu við grisjun, kurlun, arinviðarvinnslu, gerð skógarstíga og fleira. Meðal verkefnanna var smíði trébrúar í Haukadalsskógi.
Samstarf Rúmena, Norðmanna og Íslendinga í rannsóknarverkefninu CLIMFOR hófst formlega í síðustu viku með fundi í borginni Suceava í norðaustanverðri Rúmeníu. Meginmarkmið verkefnisins er að rannsaka veðurfarsbreytingar síðustu árþúsunda með árhringjum trjáa, vatnaseti og ísalögum hella. Ólafur Eggertsson, sérfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, tekur þátt í verkefninu fyrir Íslands hönd.
Fyrsta formlega framhaldsnámskeiðið í tálgun var haldið í byrjun nóvembermánaðar í Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi undir heitinu „Vistsporin stigin í eldhúsinu“. Námskeiðið var haldið á grundvelli samstarfssamnings um fræðslumál á milli Skógræktar ríkisins og Lbhí. Sérstaklega var unnið að gerð eldhúsáhalda úr tré sem geta leyst af hólmi innflutt og mengandi plastáhöld.
Héraðs- og Austurlandsskógar óska eftir að ráða skógfræðing í stöðu verkefnastjóra (100% starf). Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi í framsækið og krefjandi starf.