Danskir skógtækninemar sem voru við störf hjá Skógræktinni á Suðurlandi mánaðartíma í október og nóv…
Danskir skógtækninemar sem voru við störf hjá Skógræktinni á Suðurlandi mánaðartíma í október og nóvember 2013 eru hér á trébrú sem þau smíðuðu í Haukadalsskógi. Sitjandi eru Maj Laurberg Jensen og Hannah Lykke Godiksen og standandi Jonas Friis Thomsen

Smíðuðu meðal annars trébrú í Haukadal

Skógrækt ríkisins tekur á móti fjölmörgum starfsnemum í skógtækni eða skógfræði á hverju ári. Nemarnir koma frá ýmsum löndum, aðallega löndum Evrópu, vinna ýmis verk og ná sér í dýrmæta starfsreynslu og þekkingu.

Þrír danskir skógtækninemar í grunnnámi við Agri college í Álaborg dvöldu hjá Skógræktinni á Suðurlandi um mánaðartíma í október og nóvember og unnu við grisjun, kurlun, arinviðarvinnslu, gerð skógarstíga og fleira.

Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendurna við trébrú sem þau smíðuðu í Haukadalsskógi. Sitjandi eru Maj Laurberg Jensen og Hannah Lykke Godiksen og standandi Jonas Friis Thomsen. Skógrækt ríkisins þakkar þessum hörkuduglegu nemum fyrir góð störf.

Texti og mynd: Hreinn Óskarsson