Friðþór Sófus Sigurmundsson, doktorsnemi við Háskóla Íslands, ræðir um hnignun skóg- og kjarrlendis í Þjórsárdal 1587-1938 á fyrsta Hrafnaþingi haustsins hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Ljóðaganga verður haldin í trjásafninu á Hallormsstað á fimmtudagskvöld, 16. október kl 20. Gangan er liður í dagskrá Litlu ljóðahátíðarinnar í Norðausturríki og er haldin í samvinnu við Skógrækt ríkisins.
Tillaga Eflu verkfræðistofu og Studio Granda varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um göngubrú yfir Markarfljót við Húsadal á Þórsmörk. Brúin gerir Þórsmörkina aðgengilegri fyrir flest fólk, opnar gönguleiðir og dreifir ferðamannastraumnum betur um svæðið. Hún eykur líka öryggi gesta í Þórsmörk þegar mikið er í ám. Kynningarfundur um brúna og samkeppnina verður haldinn í Goðalandi í Fljótshlíð 22. október kl. 20.
Grisjun hefur gengið vel þetta árið í skógum landsins. Með tilkomu grisjunarvélar er nú hægt að ná meira viðarmagni úr skógunum. Viðarmagn sem ekið verður úr Stálpastaðaskógi í haust losar eitt þúsund rúmmetra ef áætlanir standast og nú er að hefjast akstur á timbri úr Vaglaskógi þar sem milli átta og níu hundruð rúmmetrar standa nú í stæðum eftir grisjun í sumar.
Tuttugasta og fimmta heimsráðstefna alþjóðasambands rannsóknarstofnana í skógvísindum verður haldið í Curitiba í Brasilíu í októbermánuði árið 2019. Þetta var ákveðið á fyrsta fundi alþjóðaráðs IUFRO á heimsráðstefnunni sem nú stendur yfir í Salt Lake City í Bandaríkjunum.