Suður-Afríski prófessorinn Mike Wingfield var kosinn forseti IUFRO, alþjóðasamtaka um skógvísindi, á heimsráðstefnu samtakanna sem lauk í Salt Lake City 11. október. Hinn nýi forseti vill meðal annars styrkja enn alþjóðlegt samstarf nemenda í skógvísindum og stuðla að því að ráðamenn heimsins fái upp í hendur áreiðanleg gögn um skóga til að nýta við ákvarðanir um sjálfbæra framtíð jarðarbúa.
Forest Europe, ráðherraráð Evrópu um skógvernd, hleypti í gær, fimmtudag, af stokkunum ljósmyndasamkeppni þar sem meiningin er að þátttakendur sýni skóginn sinn. Mælst er til þess að ljósmyndirnar sýni hvernig skógarnir vernda okkur mennina og hvernig við getum verndað skógana.
Fyrirtækið Rogaland Massivtre AS reisir nú fjárhús í Suldal á Rogalandi í suðvestanverðum Noregi. Byggingin er reist úr gegnheilum viði og bóndinn sem lætur reisa húsið, Arve Aarhus, segir að með þessu móti fái hann þægilegra hús fyrir bæði skepnur og fólkið sem sinnir gegningum, góða hljóðeinangrun og náttúrlega loftræstingu.
Framkvæmdir ganga vel við Hjálparfoss í Þjórsárdal þar sem í smíðum eru tröppur og pallar fyrir gesti sem koma til að skoða fossinn og umhverfi hans. Lagðir verða vel afmarkaðir stígar og ætti svæðið því að þola betur sívaxandi straum ferðamanna. Gróður hafði mjög látið á sjá við Hjálparfoss allrasíðustu ár.
Landgræðslan og Umhverfisstofnun standa í samvinnu við Ferðamálastofu fyrir málþingi um áhrif ferðamanna á náttúru Íslands.