Árleg starfsmannaferð norræna genabankans NordGen var farin til Íslands þetta árið og í dag tók Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, á móti hópnum í Haukadalsskógi. Gestunum þótti mikið koma til myndarlegra trjánna í skóginum og höfðu á orði að þetta væri „alvöru skógur“.
Nýjar niðurstöður vísindamanna hafa leitt í ljós að trjágróður um allan heiminn vex verulega hraðar nú en hann gerði fyrir árið 1960. Sérfræðingar við tækniháskólann í München í Þýskalandi, Technische Universität München (TUM), settu nýlega fram haldbær gögn um þetta undur úr ríki náttúrunnar. Í Mið-Evrópu vaxa beyki- og grenitré nú nærri tvöfalt hraðar en fyrir hálfri öld.
Rúnar Ísleifsson, skógarvörður á Norðurlandi, segir að leita þurfi mörg ár aftur í tímann til að finna sambærilegan trjávöxt og var í sumar. Í framhaldi af því spáir hann góðum vexti barrtrjáa næsta sumar, verði veðurfar þokkalegt. Rætt var við Rúnar í sjónvarpsfréttum.
Frábærar yfirlitsmyndir voru teknar með flygildi (dróna) yfir skóginum í Sandlækjarmýri í lok síðasta mánaðar. Nær ekkert lerki er í grennd við þessar aspir og því nær asparryðið sér ekki á strik. Þetta sýnir að asparskóg með klónum sem móttækilegir eru fyrir ryði má auðveldlega rækta á ryðfrían hátt sé þess gætt að ekkert lerki sé í nánd.
Í myndbandi þar sem spáð er í veðrið á Íslandi árið 2050 er gert ráð fyrir því að birki geti vaxið um nær allt landið, þar á meðal hálendið. En veðurfarsbreytingarnar hafa ekki eingöngu gott í för með sér fyrir Ísland frekar en önnur svæði á jörðinni. Spáð er mikilli úrkomu á landinu um mestallt landið en síst þó á Norðaustur- og Austurlandi.