Skógur getur flýtt fyrir bata fólks, meðal annars þeirra sem glíma við streitusjúkdóma. Vísindamenn við sænska landbúnaðarháskólann SLU í Umeå og Alnarp hafa fundið aðferð til að meta hversu vel tiltekinn skógur hentar til endurhæfingar og hversu mikið það kostar fyrir skógareigendur að gera skóginn sinn þannig úr garði að hann henti til slíkrar endurhæfingar.
Í vikunni endurnýjuðu Skógrækt ríkisins og Þjórsárskóli eldri samstarfssamning frá 2009 um þróun skógarfræðslu í skólastarfi Þjórsárskóla til næstu þriggja ára eða til ársins 2017. Samningurinn kveður meðal annars á um gerð skógarnámskrár sem tengist öllum námsgreinum í samþættu skógarnámi, eflir einstaklingsmiðað nám og fjölbreytta kennsluhætti.
„Mér fannst mikilvægt að reyna að búa til eitthvað sem tengir fólk við skóginn og við íslenska menningu,“ segir einn nemenda á lokaári vöruhönnunardeildar Listaháskóla Íslands sem opna sýninguna Wood You í kjallara skólans í Þverholti í Reykjavík.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Minningarsjóði Hjálmars R. Bárðarsonar og Else Bárðarson. Markmið sjóðsins er að styrkja rannsóknaverkefni í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu. Umsóknarfrestur er til 10. janúar
Þegar starfsemi Skógræktar ríkisins hófst á Mógilsá fyrir hálfri öld var þar enginn skógur. Staðurinn var mjög vindasamur enda steyptist norðanáttin ofan af Esju og náði miklum hraða við fjallsræturnar. Nú hreyfir varla hár á höfði á hlaðinu við stöðvarhúsið á Mógilsá hvernig sem viðrar. Skógurinn á Mógilsá er gott dæmi um hversu mjög skógrækt getur breytt veðurfari til hins betra. Ekki þarf nema fáeina áratugi til að þessi áhrif verði veruleg.