Skógur getur flýtt fyrir bata fólks, meðal annars þeirra sem glíma við streitusjúkdóma. Vísindamenn við sænska landbúnaðarháskólann SLU í Umeå og Alnarp hafa fundið aðferð til að meta hversu vel tiltekinn skógur hentar til endurhæfingar og hversu mikið það kostar fyrir skógareigendur að gera skóginn sinn þannig úr garði að hann henti til slíkrar endurhæfingar.

Friðsæld, hamsleysi, rými, tegundafjölbreytni og menning. Þessi orð virðast fara nærri um meginhugmyndir fólks um hvaða skóga það sækir í eftir endurnæringu eða bata. Sú er í það minnsta niðurstaða vísindafólks sem gerði athuganir á langveiku fólki. Til að komast að því hvaða þýðingu þessar meginhugmyndir hafa fyrir skógrækt og skógarnytjar var lagt mat á skógarreiti í Norður-, Mið- og Suður-Svíþjóð. Ein helsta niðurstaða þessara athugana var að það væri aldur trjánna og hæð en einnig þéttleiki skógarins sem hefði mest að segja um lækningamátt viðkomandi skógar.

Um þetta er fjallað á vef SLU og þar segir Eva-Maria Nordström, vísindamaður hjá SLU í Umeå, að þau hafi gert ráð fyrir að skógur þyrfti að vera meira en 70 ára gamall og trén yfir 16 metra há til að hann hefði gildi til endurhæfingar.

Til að áætla hvað það kostaði að gera skóg heppilegan til endurhæfingar gerði Eva-Maria tilraunir í

– Vi räknade med att skogen behöver vara över 70 år gammal och över 16 meter hög för att ha ett värde ur rehabiliteringssynpunkt, berättar Eva-Maria Nordström, forskare vid SLU i Umeå.

Hjá SLU hefur verið þróað hugbúnaðarkerfi fyrir skógaskipulag og skógarnýtingu sem kallað er Heureka og gerir kleift að gera fjölbreytilegar tilraunir og athuganir með ólík markmið í huga. Meðal annars má gera skammtíma- og langtímaspár um timburframleiðslu, reikna út hagkvæmni, meta umhverfisáhrif og áætla kolefnisbindingu en einnig meta gildi skógar til útivistar. Með hjálp þessa kerfis og styrk frá fyrirtækinu Skogssällskapet gerði Eva-Maria Nordström ýmsar tilraunir og athuganir til að meta kostnaðinn sem af því hlytist að breyta skógi þannig að hann nýttist sem best til endurhæfingar. Í ljós kom að slíkar breytingar hafa ekki veruleg áhrif á nytjaskóg og umhirðu hans þarf lítið að breyta. Með öðrum orðum hafa þessar breytingar ekki umtalsverð áhrif á verðmæti og afrakstur skógarins. För att beräkna vad en rehabanpassning av skogen skulle kosta genomförde Eva-Maria tester i planeringsverktyget. Projektet, som har finansierats av SLU och Skogssällskapet, visar att det med helt vanlig standardskötsel på skogen går att behålla skog som passar för rehabilitering med mycket små minskningar av nuvärdet. Nuvärde är ett sätt att beräkna den ekonomiska avkastningen från virkesproduktionen under lång tid framöver.

Eva-Maria segir rannsóknina leiða í ljós ef skógareigandi útbýr endurhæfingarskóg á 6-18 prósentum nytjaskógar síns minnkar núvirði skógarins ekki nema um 0,1-1,6 prósent. Ef skógareigandinn hins vegar miðar alla sína skógrækt við þarfir endurhæfingar, lengir lotuna fram að lokahöggi og eykur grisjun, hvort sem það er meiri grisjun í hvert sinn eða grisjað oftar, þá má gera ráð fyrir að áhrifin á afkomuna og verðmæti skógarins verði meiri.

Við erum vön að líta á skóga sem heppileg svæði til skemmtunar, útvistar og hreyfingar. Meira nýmæli er að líta á skóginn sem vettvang til endurhæfingar og lækningar. Mia Agvald Jägborn, sem starfar að umhverfisvernd hjá Uppsalaborg, segir að sveitarfélagið hafi ekki tekið sérstakt tillit til endurhæfingar í skógræktarskipulagi sínu en hins vegar sé með margvíslegum hætti unnið að því að fá fólk til að fara út í skóg. Endurhæfingarskógur hafi ekki sérstaklega verið til umræðu heldur útivistarskógur sem uppfylli þarfir allra. Hún segir að rannsókn SLU sé enn ein staðfesting þess að þessi gildi skógarins séu líka mikilvæg fyrir endurhæfingu og bata fólks.

Ann Dolling stýrir stóru rannsóknarverkefni um skóg og heilsu hjá SLU í Umeå og er á því að vel geti farið saman útivistarskógur og endurhæfingarskógur, jafnvel þótt þarfir fólks í endurhæfingu séu ekki nákvæmlega þær sömu og fólks sem sækir í skóginn til útivistar. Það sem skilji þessa tvo hópa að sé að fólk sem stundi útivist í skógi þurfi stærra svæði, en til að skipuleggja endurhæfingarskóg þurfi svæðið ekki að vera stórt. Nóg sé að notandinn hafi nóg olnbogarými, umhverfið sé kyrrlátt og hægt sé að setjast, njóta einveru og hvíla sig eða kyrra hugann í ró og næði.

Á Íslandi eru ekki margir hávaxnir skógar sem náð hafa 70 ára aldri og 16 metra hæð en samt sem áður má vel finna reiti með myndarlegum trjám þar sem umhverið er kyrrlátt, bekkir til að setjast á og möguleiki að næra sál og líkama eftir erfið andleg veikindi. Nefna má skógræktarsvæðið í Fossvogi í Reykjavík þar sem sjúklingar á Landspítala Fossvogi geta sótt sér styrk, Lystigarðinn á Akureyri sem sjúklingar á Sjúkrahúsinu á Akureyri nota mikið, eldri trjásöfn Skógræktar ríkisins eins og í Mörkinni Hallormsstað, á Vöglum í Fnjóskadal, á Tumastöðum í Fljótshlíð eða Mógilsá við Kollafjörð. Nefna má staði eins og skóginn á Kirkjubæjarklaustri þar sem hæsta tré landsins stendur, garðana við Gömlu-Gróðrarstöðina og Minjasafnið á Akureyri þar sem eru meira en aldargömul tré, jafnvel kirkjugarðinn Hólavallagarð við Suðurgötu í Reykjavík sem nýverið var nefndur einn mest heillandi kirkjugarður Evrópu í ferðatímariti National Geographic og þannig mætti áfram telja. Eftir því sem íslenskir skógar vaxa upp aukast möguleikarnir á því að skipuleggja í þeim svæði fólki til endurhæfingar og lækningar. Óhætt er því að telja endurhæfingu með sem einn þeirra fjölmörgu kosta og möguleika sem felast í skógrækt.


Kontakt

Eva-Maria Nordström
Institutionen för skoglig resurshushållning
Sveriges lantbruksuniversitet
eva-maria.nordstrom@slu.se
090-786 82 58

Ann Dolling
Institutionen för skogens ekologi och skötsel
Sveriges lantbruksuniversitet
ann.dolling@slu.se
090-786 83 83