Tvær nýjar meindýrategundir á birki hérlendis, birkikemba og birkiþéla, virðast geta valdið talsverðum skemmdum. Ekki er þó komin reynsla á hvaða áhrif þessar tegundir hafa á vöxt og afdrif birkis. Í Ársriti Skógræktarinnar sem kom út snemmsumars er fjallað um þessa nýju skaðvalda og rannsóknir sem hafnar eru á þeim.
Á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem haldinn var á Hellu var skorað á Alþingi og ríkisstjórn að veita verkefninu Skógargötum fjármagn til næstu tíu ára. Einnig var ályktað um skógminjasafn, Miðstöð skógræktar og Græna stíginn milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ný stefnumótun fyrir Skógræktarfélag Íslands var samþykkt á fundinum.
Skógræktarfélag Íslands hefur tilkynnt að vesturbæjarvíði að Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum verði tré ársins 2018. Útnefning trésins fer fram með formlegum hætti á sunnudag, 2. september.
Skógræktarstjóri og sviðstjóri skógarauðlindasviðs Skógræktarinnar fara um Vestfirði í byrjun september til að hitta heimafólk og skoða svæði sem stofnunin gæti mögulega tekið til skógræktar. Það yrðu fyrstu þjóðskógar Vestfjarða ef af verður.
Full ástæða er til að reyna svartelri í skógrækt, sérstaklega á flatlendu framræstu mýrlendi þar sem ösp og greni hafa átt erfitt uppdráttar vegna sumarfrosta. Þetta segir Þorbergur Hjalti Jónsson í grein sem komin er út í Riti Mógilsár með fyrirsögninni Vanmetið fenjatré.