Lerkiblendingurinn Hrymur hefur spjarað sig mjög vel, verður ekki fyrir skemmdum að ráði, kelur lítið í æsku, fer fljótt að vaxa, er beinvaxinn og fallegur. Vöxturinn er um 30 prósentum meiri en hjá rússalerki og rúmmálsvöxtur jafnvel þrefaldur.
Allt útlit er fyrir að fyrsta íslenska tréð nái 30 metra hæð sumarið 2021 ef fram fer sem horfir. Hæsta tré á Íslandi sem vitað er um mælist nú 28,36 metrar á hæð. Áætla má að það hafi nú bundið um 1,7 tonn af koltvísýringi.
Náttúran, garðar og útivistarsvæði eru umfjöllunarefni norrænnar ráðstefnu sem hefst í Reykjavík miðvikudaginn 15. ágúst. Fjallað verður um samspil manns og náttúru, græn svæði í þéttbýli og sjálfbærni, það sem efst er á baugi á Norðurlöndum í þessum efnum og fleira.
Skjólbeltarækt leikur stórt hlutverk víða um heim í jarðvegsvernd, ræktunaröryggi matvælaframleiðslu og bættum búsetuskilyrðum, auk margþættra hlutverka við styrkingu vistkerfa. Risavaxin skjólbeltaverkefni hafa verið sett á laggirnar víða. Skógfræðingarnir Björn B. Jónsson og Hallur Björgvinsson skrifa fróðlega grein í Ársrit Skógræktarinnar 2017 um skjólbelti, sögu skjólbeltaræktar á Íslandi, kosti skjólbelta og fleira.
Í ágúst 1912 birtist í blaðinu Suðurlandi frásögn eftir Agner F. Kofoed-Hansen skógræktarstjóra þar sem hann lýsir för sinni á hestum um Vatnajökulsveg frá Héraði suður í Þjórsárdal. Skógræktarstjóri hafði þá heimsótt bæði Vaglaskóg og Hallormsstaðaskóg. Sagan er birt hér til að minnast þess að í ár eru 110 ár liðin frá því að Skógræktin tók til starfa.