Bændablaðið ræðir við Guðríði Baldvinsdóttur, skógfræðing og sauðfjárbónda Lóni Kelduhverfi, sem kannaði í meistaraverkefni sínu við LbhÍ áhrif sauðfjárbeitar á ungan lerkiskóg. Hún segir að skógarskjólið geri búpeningnum gott og að skógrækt ætti að vera hluti af öllum búrekstri.
Tugir þúsunda trjáplantna hafa verið gróðursettir í sjálfboðavinnu á Hafnarsandi í Ölfusi fyrir tilstuðlan Skógræktar- og uppgræðslufélags Þorlákshafnar og Ölfuss. Félagið boðar fólk til gróðursetningardaga á hverju sumri og þrír slíkir hafa verið skipulagðir í sumar. Vel var mætt til þess fyrsta 17. júlí.
Skógræktin varar við því að trjágróður sem skýlir ferðamannastaðnum við Skógafoss fyrir sterkum suðvestanáttum og vegfarendum fyrir sandfoki verði skertur. Jafnframt mælir Skógræktin með því að stuðlað verði að útbreiðslu birkis við Skógafoss, meðal annars til varnar áföllum vegna náttúruhamfara.
Hagleiksmaðurinn Lars Nilsen hefur smíðað sandkassa og kofa á tjaldsvæðinu í Vaglaskógi sem óhikað má kalla listaverk. Lars lætur af störfum hjá Skógræktinni um mánaðamótin og heldur á vit nýrra ævintýra.
Flokkunartunnum hefur verið komið fyrir á tjaldsvæðum Skógræktarinnar í Hallormsstaðaskógi og Vaglaskógi. Fyrstu viðbrögð gesta eru mjög góð og fólk flokkar vel.