Nær allar starfstöðvar Skógræktarinnar hafa nú tekið fyrsta græna skrefið í ríkisrekstri. Umhverfismarkmið stofnunarinnar eru tvíþætt og lúta að sjálfbærri skógrækt í sátt við umhverfið og daglegri starfsemi á skrifstofum og starfstöðvum.
Ýmsar hefðbundnar íslenskar plöntutegundir hafa numið land á landi Skógræktarinnar á Haukadalsheiði síðustu árin í kjölfar uppgræðslu lúpínunnar á svæðinu. Þar spretta nú laukar og gala gaukar sem fyrir fáeinum áratugum var uppblásin auðn og svartur sandur.
Birki er nú víða brúnleitt að sjá á Héraði vegna fiðrildalirfa sem hafa náð sér vel á strik þar í sumar. Skil sjást í hlíðum og ofan þeirra er skógurinn grænn.
Hópfjármögnun á Karolinafund vegna endurbóta á Blettinum á Hvammstanga tókst vel og safnaðist ein milljón króna.
Morgunblaðið segir frá því í frétt að stórátak hafi verið gert í gróðursetningu trjáplantna í landi Skógræktarfélags Ólafsvíkur