Öflug­ur hóp­ur að störf­um við skóg­rækt. Frá vinstri, Elena frá Spáni, Jana frá Tékklandi, Gorka f…
Öflug­ur hóp­ur að störf­um við skóg­rækt. Frá vinstri, Elena frá Spáni, Jana frá Tékklandi, Gorka frá Spáni, Manu­el frá Ítal­íu, Monika frá Póllandi og Jón Ásgeir Jóns­son. Sig­urður Scheving og Vagn Ing­ólfs­son sitja. mbl.is/​Al­fons

Morgunblaðið segir frá því í frétt að stórátak hafi verið gert í gróðursetningu trjáplantna í landi Skógræktarfélags Ólafsvíkur. Síðasta sum­ar og það sem af er sumri hafi um 30.000 plönt­ur verið gróður­sett­ar á svæði fé­lags­ins. Þriðjung­ur plantn­anna sé ís­lenskt birki.

Fréttina skrifar Helgi Kristjánsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Ólafsvík og þar segir:

Vagn Ing­ólfs­son, formaður Skóg­rækt­ar­fé­lags Ólafs­vík­ur, fræddi frétta­rit­ara Morg­un­blaðsins og mbl.is í Ólafs­vík um starf­sem­ina.

Vagn var stadd­ur ásamt Sig­urði Scheving í rækt­un­ar­reit fé­lags­ins ofan Ólafs­vík­ur er frétta­rit­ara bar að garði. Þar var einnig að störf­um vinnu­hóp­ur und­ir stjórn Jóns Ágeirs Jóns­son­ar skóg­fræðings og starfs­manns Skóg­rækt­ar­fé­lags Íslands.

„Jón ásamt fimm er­lend­um starfs­mönn­um kom til okk­ar síðastliðið sum­ar og svo aft­ur núna í sum­ar til að út­búa göngu­stíga um skóg­inn og vegna ým­issa annarra verka sem til falla, til dæm­is brú­ar- og tröppu­gerðar,“ seg­ir Vagn.

„Skóg­rækt­ar­fé­lag Íslands út­veg­ar okk­ur þetta starfs­fólk, núna eru þau frá fjór­um lönd­um,  Póllandi, Spáni, Tékklandi og Ítal­íu. Sjálf­boðaliðarn­ir koma í gegn­um verk­efni sem heit­ir Europe­an Volun­teer­ing Service (EVS) sem er und­ir stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins,“ seg­ir Vagn og bæt­ir við að inn­an EVS séu alls kon­ar verk­efni í gangi um alla Evr­ópu í styttri og lengri tíma.

Vagn seg­ist þakk­lát­ur Skóg­rækt­ar­fé­lagi Íslands og Jóni Ásgeiri fyr­ir að út­vega starfs­kraft­ana og seg­ist mjög ánægður með þá vinnu sem unn­in hef­ur verið und­an­far­in tvö sum­ur af þess­um hóp­um sem hafa komið.

„Ég vil einnig leggja áherslu á að Snæ­fells­bær hef­ur styrkt okk­ur með þetta verk­efni mjög mynd­ar­lega og á þakk­ir skilið,“ seg­ir Vagn, en hann seg­ir að unnið hafi verið að tölu­verðri stækk­un á landi fé­lags­ins og von­ast til þess að gengið verði frá því sem fyrst.

Mynd: Morgunblaðið/Alfons Finnsson