Jarðvegseiginleikar í gróðurvistkerfum af innlendum og erlendum uppruna, búsvæðaval heiðlóu á varptíma, breytingar á fjölbreytni fugla, bjallna og botngróðurs á vaxtarstigum alaskaaspar og áhrif runnagróðurs á fuglasamfélög á láglendi. Þetta er meðal umfjöllunarefna meistaranema í náttúruvísindum við Háskóla Íslands á meistaradegi þeirra föstudaginn 28. september.
Birta lífeyrissjóður hefur gert þriggja ára samning við Skógræktina um gróðursetningu og skógrækt á alls þremur hekturum lands í Haukadal. Þar með er sjóðurinn fyrstur lífeyrissjóða til að gera samning við Skógræktina.
Meðal umhverfisverkefna sem hlutu styrk úr Samfélagssjóði Landsbankans fyrir helgi er verkefnið Responsible Iceland sem á að gera ferðafólki kleift að kolefnisjafna ferðir sínar með skógrækt og öðrum landbótum. Skógræktin sér um ræktun skógarins.
Meðal umhverfisverkefna sem hlutu styrk úr Samfélagssjóði Landsbankans fyrir helgi er verkefnið Responsible Iceland sem á að gera ferðafólki kleift að kolefnisjafna ferðir sínar með skógrækt og öðrum landbótum. Skógræktin sér um ræktun skógarins.
Í lok evrópskrar samgönguviku birtast hér nokkrar myndir sem starfsmenn tóku á leið sinni til vinnu gangandi eða hjólandi í evrópskri samgönguviku sem nú er að ljúka. Auk þess að stuðla að því að dregið verði úr akstri vill Skógræktin endurnýja bíla stofnunarinnar með rafbílum og öðrum visthæfum bílum.