Sýningin Íslenskur landbúnaður 2018 hefst í Laugardalshöll í Reykjavík föstudaginn 12. október og stendur fram á sunnudag. Í bás Skógræktarinnar á sýningunni verða ráðgjafar til viðtals og veita upplýsingar um skógrækt á lögbýlum.
Nokkrar norður-evrópskar skógarstofnanir standa fyrir stefnumótadegi fyrir skógvísindafólk 8. nóvember að Ási í Noregi. Þar er tækifæri til að stækka samstarfsnet sitt, kynnast nýju fræðafólki á sínu sviði, læra hvernig skrifa megi vænlegar umsóknir um styrki. Ungt vísindafólk og doktorsnemar eiga rétt á styrkjum til fararinnar.
Fjölmargar ályktunartillögur liggja fyrir aðalfundi Landssamtaka skógareigenda (LSE) sem hófst í dag á Hellu. Meðal annars eru tillögur sem snerta flutning verkefna frá Skógræktinni til LSE og flutning bændaskógræktar frá umhverfisráðuneyti til landbúnaðarráðuneytis.
Allnokkuð bar á ryðsvepp á trjágróðri víða um land í sumar og asparryð breiðist nú út í auknum mæli á Norður- og Austurlandi. Í sumar bárust fréttir víða að af landinu um mikið ryð á viðju. Áður var það aðallega bundið við hreggstaðavíði.
Svo gæti farið að tað frá fyrirhuguðu svínabúi við Þorlákshöfn kæmi að góðum notum við kolefnisskógræktina sem fram undan er á Hafnarsandi í Ölfusi með samstarfi Skógræktarinnar og Landgræðslunnar.