Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE, í ræðustóli við upphaf aðalfundar samtakanna. Ljósmynd: Hrein…
Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE, í ræðustóli við upphaf aðalfundar samtakanna. Ljósmynd: Hreinn Óskarsson

Fjölmargar ályktunartillögur liggja fyrir aðalfundi Landssamtaka skógareigenda (LSE) sem hófst í dag í Hótel Stracta á Hellu. Meðal annars eru tillögur sem snerta flutning verkefna frá Skógræktinni til LSE og flutning bændaskógræktar frá umhverfisráðuneyti til landbúnaðarráðuneytis.

Ályktunartillögurnar má finna á vef samtakanna, skogarbondi.is. Við upphaf aðalfundarins fluttu meðal annars ávörp Björn Helgi Barkarson í forföllum Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra og Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri. Að loknum aðalfundarstörfum síðdegis á morgun, laugardag, verður farið í skógarferð og samkomunni lýkur með árshátíð skógarbænda.

Meðfylgjandi myndir tók Hreinn Óskarsson á fundinum í dag þegar Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE, stóð í ræðustóli.

Dagskrá aðalfundar LSE 2018 á Hellu

Föstudagur 5. október

Kl. 14:00 Setning aðalfundar LSE,  formaður FSS María E. Ingvadóttir

Kl. 14:05 Kosning starfsmanna fundarins 

Kl. 14:10 Skýrsla stjórnar og afgreiðsla ársreiknings,

              formaður LSE Jóhann Gísli Jóhannsson og gjaldkeri LSE María E. Ingvadóttir

Kl. 14:25 Ávarp umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Kl. 14:40 Ávarp skógræktarstjóra, Þröstur Eysteinsson

Kl. 15:00 Ávörp gesta 

Kl. 15:30 Umræða um skýrslu stjórnar

Kl. 15:45 Mál lögð fyrir fundinn og vísað til nefnda

Kl. 15:50 Fundi frestað – Kaffihlé

Kl. 16:00 Skógrækt á tímamótum, María E. Ingvadóttir

Kl. 16:10 Skógarauðlindin - Flug til framtíðar, eigandi Svarma ehf. Tryggvi Stefánsson

Kl. 16:30 Rekstrarfélag í mótun, Gísli Jón Magnússon

Kl. 16:45 Áttavillt til skógar, Björgvin Filippusson

Kl. 16:40 Sviðstjórar Skógræktarinnar, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Hreinn Óskarsson og Gunnlaugur Guðjónsson

Kl. 17:40 Umræður

Kl. 18:30 Matarhlé

Kl. 19:30 Nefndarstörf

Kl. 20:00 Birkiræktun, Þorsteinn Tómasson

Kl. 20:30 Eldvarnarbæklingur, Björn Bjarndal Jónsson

                 Skógarfang, Björn Bjarndal Jónsson

Laugardagur 6. október

Kl. 9:00 Framhald aðalfundar / nefndarstörf

Kl. 9:30 Nefndir skila áliti

Kl. 11:00 Kosningar:

  • Formannskjör
  • Fjórir menn í stjórn
  • Fimm varamenn í stjórn
  • Tveir skoðunarmenn og tveir til vara

Kl. 11:30 Önnur mál

  • Kannanir - Tölur 2017 - Bragabót - Þokkabót, Hlynur Gauti Sigurðsson
  • Skógarferð erlendis, Hraundís Guðmundsdóttir og Maríanna Jóhannsdóttir
  • Kvennaskógrækt í Skandinavíu, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir

Kl. 12:30 Fundarlok

Kl. 12:30 Hádegisverður

Kl. 14:00 Skógarferð

Kl. 19:30 Árshátíð skógarbænda