Jarðvegseiginleikar í gróðurvistkerfum af innlendum og erlendum uppruna, búsvæðaval heiðlóu á varptíma, breytingar á fjölbreytni fugla, bjallna og botngróðurs á vaxtarstigum alaskaaspar og áhrif runnagróðurs á fuglasamfélög á láglendi. Þetta er meðal umfjöllunarefna meistaranema í náttúruvísindum við Háskóla Íslands á meistaradegi þeirra föstudaginn 28. september.

Meistaranemar í líf- og umhverfisvísindadeild og jarðvísindadeild kynna meistaraverkefni sín á þessum degi og er aðgangur öllum frjáls. Kynningarnar verða í stofum 131 og 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ, og hefjast kl. 13.30.