Tjaldgestum fjölgaði mikið í Hallormsstaðaskógi í sumar og í september voru gistinætur um 50% fleiri en í fyrra. Vel hefur viðrað til útiverka í skóginum í haust og senn verður farið að fella jólatré. Ungverskur skógfræðinemi dvelur nú á Hallormsstað og vinnur að meistaraverkefni um vindfall í skógi á Íslandi og náttúrulega endurnýjun skóga á svæðunum eftir vindfall.
Ódýr og meðfærileg afkvistunarvél er reynd þessa dagana við grisjun í skógum á Suðurlandi. Slík vél, sem tengd er við dráttarvél, er sögð geta sparað skógarbændum aðkeypta vinnu. Rætt er um að stofna rekstrarfélag um slíka vél til að hægt sé að þjóna bændum.
Fjallað var um skógrækt á Íslandi í þættinum Dagen á sjónvarpsstöðinni DR2 í Danmörku síðdegis í gær. Rætt var við Hrein Óskarsson, sviðstjóra samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, og Carsten Ravlund-Rasmussen, prófessor í endurhæfingu vistkerfa við Kaupmannahafnarháskóla.
Gunnar Jónsson, eigandi Króks í Norðurárdal, krefst þess fyrir dómi að viður-kennt verði að Borgarbyggð megi ekki reka fé af fjalli um lönd hans. Sveitar-félagið telur sig hafa rétt til þess að leyfa gangnamönnum að fara þar um með fé.
Miklu máli skipt­ir að unnið verði að því með öll­um til­tæk­um ráðum að stöðva hlýn­un jarðar frá nú­ver­andi kjör­tíma­bili. Þetta seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá bar­áttu­hóp­in­um Par­ís 1,5, sem skor­ar á alla stjórn­mála­flokka eft­ir kosn­ing­arn­ar 28. októ­ber að hafa lofts­lags­mál­in að leiðarljósi í stjórn­arsátt­mála við mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Morgunblaðið segir frá þessu í dag.