Kraftaverk má vinna með lífrænum úrgangi sem til fellur í samfélaginu, til dæmis á sveitabæjum. Næringarskortur á melum gerir að verkum að þeir gróa seint upp þrátt fyrir beitarfriðun. Flýta má mjög fyrir gróðurframvindu með því að bera lífrænan áburð á melana. Gott dæmi um þetta er uppgræðslustarf sem unnið er í landi Brekkukots í Reykholtsdal.
Skráningu lýkur í dag á tíunda Umhverfisþing sem haldið verður föstudaginn 20. október 2017 í Silfurbergi í Hörpu í Reykjavík. Að þessu sinni verða loftslagsmál í brennidepli þingsins. Hreinn Óskarsson, sviðstjóri samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, verður fulltrúi Skógræktarinnar í pallborði.
Í þættinum Græðum landið sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni ÍNN var í gær rætt við Árna Bragason landgræðslustjóra um hlýnun jarðar og skýrslu Sameinuðu þjóðanna, Global Land Outlook, þar sem fjallað er um notkun landgæða í heiminum og framtíð þeirra frá mörgum hliðum.
OSLO, Oct 16 (Reuters) - Planting forests and other activities that harness the power of nature could play a major role in limiting global warming under the 2015 Paris agreement, an international study showed on Monday. Natural climate solutions...
Białowieża-frumskógurinn í Póllandi hefur notið einhvers konar friðunar allt frá því um miðja 15. öld. Um 1.400 ferkílómetrar hans eru nú á heimsminjaskrá UNESCO. Fjórtán manna hópur skógræktarfólks frá Íslandi skoðaði skóginn á dögunum í fylgd skógarvarða.