Þess er vænst að kynbættur fjallaþinur verði vinsælasta jólatréð hér á landi þegar fram líða stundir. Þetta íslenska úrvalstré geti þá keppt við danskan nordmannsþin sem í dag er mest selda jólatréð. Þetta segir í frétt á vef Ríkisútvarpsins og fjallað var um málið í fréttum Sjónvarps. Rætt er við Brynjar Skúlason skógerfðafræðing sem stýrir trjákynbótum hjá Skógræktinni.
Íslensku skógarnir vaxa svo vel að það brakar í þeim. Í Reykjavík, þar sem varla sáust tré fyrir fáeinum áratugum, eru nú tré út um allt. Nytjategundir í íslenskum skógum vaxa 10-20 sinnum betur en íslenska birkið. Þetta er meðal þess sem finnska blaðakonan Lotte Krank-Van de Burgt fékk að kynnast á ferð með Aðalsteini Sigurgeirssyni, fagmálastjóra skógræktarinnar, um íslenska skóga.
Hið sívinsæla námskeið „Húsgagnagerð úr skógarefni“ var haldið um helgina í skemmu Skógræktarfélags Árnesinga á Snæfoksstöðum. Frá árinu 2010 hafa verið haldin 25 námskeið sem þetta með samanlagt 314 þátttakendum. Framhaldsnámskeið verður um næstu helgi.
Carolina Girometta, sérfræðingur við svepparannsóknadeild jarð- og umhverfisvísindasviðs háskólans í Pavia á Ítalíu, flytur á þriðjudag fyrirlestur í Öskju um niðurbrotssveppi í trjáviði og tengsl þeirra við plöntur. Allir eru velkomnir.
Er virkilega hægt að klæða eyðimerkur skógi? Mika nttonen, stjórnarformaður orkufyrirtækisins St1, hefur hugmyndina, fjármagnið og áræðið sem til þarf. Hann hyggst lækna lungu jarðarinnar.