Fyrir þremur árum var keypt bolviðarsög að skógræktarbýlinu Giljalandi í Skaftártungu. Síðan hefur efniviðurinn úr skóginum verið notaður í hliðgrindur, hestagerði, klæðningar, bekki, borð og fleira.
Barrvefari fannst í haust á lerkitrjám vestur í Dölum. Skaðvaldurinn var staðbundinn á einum bæ en hafði étið barrið af nokkrum lerkitrjám svo þau voru orðin albrún að lit. Einnig hafði hann ráðist á ungar furur á svæðinu.
Bein útsending verður á morgun, þriðjudaginn 7. nóvember, frá ráðstefnu ThinkForest þar sem fjallað verður um hringrásir evrópska hagkerfisins og nýjar hugmyndir um hvernig koma skuli slíku hagkerfi á.
Norska staðlafyrirtækið og timburrannsóknarstofnun norska timburiðnaðarins, Treteknisk, hafa þróað nýjan staðal fyrir notkun timburs til húsagerðar. Þar er ekki eingöngu átt við notkun timburs í burðarvirki heldur einnig aðra byggingarhluta svo sem klæðningar. Standarden er en...
Innan tíðar kann að verða mögulegt að búa til ótal nákvæmlega eins jólatré af einu og sama fræinu. Framfarir í vefjarækt af kími trjáfræja eru miklar um þessar mundir og þróaðir hafa verið róbótar til að fjöldaframleiða trjáplöntur með æskilegum eiginleikum. Þetta var meðal umfjöllunarefna á jólatrjáaráðstefnu sem haldin var hérlendis nýlega.