Fræöflun og trjákynbætur verða meginviðfangsefni Fagráðstefnu skógræktar sem haldin verður í Hofi á Akureyri 11.-12. apríl 2018. Fyrri dagurinn verður þemadagur í samvinnu við Nordgen.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar boðar til ljósagöngu um skógarstíga í Reykholti á laugardag, 28. október, kl. 18. Gangan hefst við Höskuldargerði. Sr. Geir Waage og Óskar Guðmundsson í Véum gera tilraun til að bregða birtu yfir óljós atriði í myrkviðum skógarins. Takið með ykkur ljósfæri.
Fjórföldun aðgerðahraða í landgræðslu og fjölbreyttri skógrækt myndi leiða til þess að árið 2030 yrði búið að græða upp eða þekja skógi alls 485.000 hektara lands. Það myndi skila nettóbindingu í jarðvegi og gróðri um allt að ríflega 1.300 þúsund tonn CO2 árlega. Þetta er lagt til í samantekt framkvæmdastjóra Orkuseturs sem unnin var fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra
Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar bjóða til skógargöngu í kvöld, þriðjudaginn 24. október, kl. 19.30.
Mynd af Jóni Ásgeiri Jónssyni, skógfræðingi hjá Skógræktarfélagi Íslands, birtist á baksíðu sunnudagsblaðs bandaríska stórblaðsins The New York Times í gær, 22. október. Í blaðinu er rætt við Jón Ásgeir um hvernig forfeður okkar eyddu nær öllum skógi á Íslandi og hve hægt gengur að endurheimta skóglendi á landinu.