Sérstakt kolefnisbindingarátak er meðal þeirra tillagna í átta liðum sem fulltrúar aðildarfélaga Landssamtaka sauðfjárbænda samþykktu á fundi í Bændahöllinni í gær. Bændur vilja binda kolefni með uppgræðslu, skógrækt, endurheimt votlendis og öðrum aðgerðum í samvinnu við stjórnvöld.
Hefur Ísland alltaf verið skóglaust land? Geta skógar vaxið á þessari eldfjalla- og jöklaeyju? Í nýju myndbandi frá EUFORGEN er þessum spurningum svarað með því að rekja sögu skógræktar á Íslandi. Útskýrð er nytsemi þess að huga að erfðaefni fræja, stiklinga og ungplantna og hvernig það stuðlar að heilbrigðum og gjöfulum skógum.
Skógræktin tekur að sér að rækta skóg og binda kolefni fyrir Faxaflóahafnir samkvæmt samstarfssamningi sem undirritaður var í dag. Ræktaður verður skógur á landi Faxaflóahafna að Klafastöðum í Hvalfjarðarsveit og á jörðum í umsjón Skógræktarinnar. Með þessari skógrækt verður kolefni bundið í skógi til næstu fimmtíu ára á móti því sem losnar vegna reksturs Faxaflóahafna.
Norræn upplýsingamiðstöð um kynjajafnrétti, NIKK, úthlutaði í dag styrk til undirbúningsverkefnis sem ætlað er að auka hlut kvenna í skógargeiranum. Skógræktin tekur þátt í verkefninu ásamt norsku samtökunum Kvinner i skogbruket, Spillkråkan í Svíþjóð og norsku háskólastofnuninni KUN.
Hópur íslensks skógræktarfólks var á ferð í Póllandi í síðustu viku og heimsótti þá með­al annars Nadleśnictwo Żednia sem er starf­stöð pólsku ríkis­skóg­rækt­ar­inn­ar í þorp­inu Żednia í norðaustanverðu Póllandi. Gestirnir frædd­ust um ýmsar skógræktar­fram­kvæmd­ir ytra, skógarplöntuframleiðslu, áætlanagerð, uppskeru, verndunarmál og fleira.