Í helgarblaði Fréttablaðsins 30. september var rætt við einn af starfsmönnum Skógræktarinnar, Hraundísi Guðmundsdóttur, skógræktarráðgjafa, skógarbónda og ilmolíuframleiðanda á Rauðsgili í Reykholtsdal í Borgarfirði. Hraundís var valin handverkskona ársins á Handverkshátíðinni á Hrafnagili í ágústmánuði.
Það er fyrst og fremst tækniþekking og hugmyndaflug sem takmarkar hvað hægt er að nýta timbur til. Hagkvæmni úrvinnslu ræðst að hluta af stærðarhagkvæmni og fjarlægð hráefnis frá úrvinnslustað. Um þessi efni skrifar Brynjar Skúlason í síðasta tölublaði Bændablaðsins
Open letter from Director Marc Palahí, of the European Forest Institute Forestry combating climate change: an inconvenient truth? For the last two years a heated debate has been...
Hrönn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda, svarar skrifum Haraldar Benediktssonar alþingismanns um kolefnisbúskap í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. í greininni bendir hún á þau tækifæri sem felast í bindingu koltvísýrings með aukinni skógrækt á bújörðum. Með því megi m.a. treysta byggð og skapa atvinnutækifæri í sveitum. Bindingin nýtist upp í skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.
Elstu heimildir um einhvers konar friðun í skóginum eru frá því fyrir miðja 15. öld þegar kóngar og keisarar settu skorður við hefðbundnum skógarnytjum þess tíma vegna veiðihagsmuna sinna. Einkum voru vísundar  verðmæt veiðidýr á þessum tíma enda...