Elstu heimildir um einhvers konar friðun í skóginum eru frá því fyrir miðja 15. öld þegar kóngar og keisarar settu skorður við hefðbundnum skógarnytjum þess tíma vegna veiðihagsmuna sinna. Einkum voru vísundar  verðmæt veiðidýr á þessum tíma enda voru vísindahjarðir orðnar afar sjaldséðar annars staðar. Síðan hefur skógurinn lengst af gegnt hlutverki konunglegra veiðilendna þótt sú saga sé ekki með öllu samfelld enda stjórnmálasagan róstusöm á þessum slóðum.

Frá 1921 hefur hluti skógarins (kjarnasvæði) verið algerlega friðað fyrir athöfnum manna og hvorki átt við skóginn þar né það sem í honum býr.

Frá því 2014 hafa 1.420 km2 skógarins verið á heimsminjaskrá Sameinuð þjóðanna (í Póllandi og Hvíta rússlandi) en innan pólska hlutans er m.a. Þjóðgarður 152 km.2

Innan þjóðgarðsins eru um 4.800 hektarar algerlega friðaðir og enginn fær svo mikið sem drepa þar niður fæti nema í fylgd þjóðgarðsvarða.

14 Íslendingar eyddu einum degi í þessu musteri náttúrunnar í síðustu viku og gengu þar í fylgd þjóðgarðsvarða og upplifðu fjölbreytt skógvistkerfið. Yfirhæð barrtrjáa er liðlega 40m en lauftrjáa uþb. 10 m. lægri.

Á hverjum hektara eru um 520m3 viðar en þar af eru 120m3 dauður viður.