Í greiningu á stöðu sauðfjárræktar og sauðfjárbænda sem Byggðastofnun gerði fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið er bent á ýmsar aukabúgreinar sem geti stutt við sauðfjárbændur á skilgreindum svæðum. Til dæmis megi binda kolefni með skógrækt og stuðla þannig að kolefnisjöfnuði í sauðfjárræktinni.
Heimsráðstefna IUFRO, alþjóðasambands skógvísindastofnana, er hafið í Freiburg í Þýskalandi. Þetta er 125. heimsþing IUFRO og búist er við um 2.000 vísindamönnum frá 89 löndum á ráðstefnuna. Fylgjast má með erindum á ráðstefnunni í beinni útsendingu.
Undir merkjum samstarfsnets grasagarða, BGCI, hefur svarsins verið leitað undanfarin þrjú ár eða. Rýnt hefur verið í yfir 500 útgefnar heimildir í samráði við sérfræðinga um allan heim. Niðurstaðan er að á jörðinni sé að finna 60.065 trjátegundir.
Ný vesputegund hefur fundist á birki víða um landið og herjar hún á lauf trjánna síðsumars með svipuðum hætti og birkikemba herjar á það í sumarbyrjun. Nýja tegundin hefur hlotið heitið birkiþéla. Eftir er að sjá hvaða áhrif þessi nýja óværa hefur á íslenska birkið sem nú breiðist á ný út um landið.
Nú í september hafa nemendur grunnskólanna í Garðabæ gróðursett trjáplöntur á Álftanesi og í Sandahlíð ofan Kjóavalla. Mikilvægt er að uppvaxandi kynslóðir kynnist trjárækt og læri um mikilvægi trjágróðurs fyrir menn og vistkerfi.