125 ár frá stofnun samtakanna

Heimsráðstefna IUFRO, alþjóðasambands skógvísindastofnana, er hafið í Freiburg í Þýskalandi. Þetta er 125. heimsþing IUFRO og búist er við um 2.000 vísindamönnum frá 89 löndum á ráðstefnuna. Fylgjast má með erindum á ráðstefnunni í beinni útsendingu.

IUFRO-samtökin voru stofnuð 1892 í Eberswalde í Þýskalandi og fagna því 125 ára afmæli sínu nú. Til þeirra heyra nú meira en 15.000 vísindamenn og starf þeirra innan IUFRO er eins konar sjálfboðastarf í þágu skógvísindanna. Næstum 700 stofnanir heyra til IUFRO frá meira en 120 löndum.

IUFRO stuðlar að alþjóðlegu samstarfi í skógartengdu rannsóknarstarfi í því augnamiði að efla skilning á vistfræði­legum, efnahagslegum og félagslegum þáttum skóga og trjáa. Samtökin miðla vísindalegri þekkingu til hagsmuna­aðila og stjórnvalda og hefur áhrif á stefnumótun um skóga og fyrirkomulag skógræktar og skógarnytja.

Um 2.000 vísindamenn frá 89 löndum sitja heimsþing IUFRO í Freiburg sem fyrr er greint og erfðafræðimálstofan umrædda er aðeins ein af 172 málstofum sem á dagskránni eru þessa daga um líklegustu og ólíklegustu viðfangs­efni skógvísinda.

#IUFRO2017
@iufro2017

Íslenskur texti: Pétur Halldórsson