Starfsfólk Akureyrarskrifstofu Skógræktarinnar í Gömlu-Gróðrarstöðinni tók á mánudaginn var við viðurkenningu frá Umhverfisstofnun fyrir að hafa náð fyrsta „Græna skrefinu“ í ríkisrekstri. Markmiðið er að allar starfstöðvar Skógræktarinnar taki þessi skref.
Skógræktarfélag Reykjavíkur vinnur nú að því að merkja sérstakar hjólreiðaleiðir í Heiðmörk, alls 8 kílómetra. Jafnframt hefur hjólandi umferð verið beint frá fimm kílómetra leið sem nú er sérmerkt göngufólki. Skógræktarfélag Reykjavíkur hyggst vinna að fjölgun reiðhjólastíga í Heiðmörk á næstu misserum.
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði trjásafnið á Mógilsá formlega á skógardeginum sem haldinn var á sunnudag til að fagna hálfrar aldar afmæli Rannsóknastöðvar skógræktar. Til öryggis fór Björt úr skónum áður en hún mundaði öxina og hjó sundur snæri til að opna trjásafnið. Á fimmta hundrað manns sótti skógardaginn sem tókst afar vel í sólskini og blíðu.
í Morgunblaðinu í dag er rætt við Halldór Sverrisson, sérfræðing á Mógilsá, sem unnið hefur ötullega að því undanfarin ár að kynbæta þann efnivið alaskaaspar sem notaður er í skógrækt á Íslandi. Útlit er fyrir að komnir séu fram asparklónar sem bæði vaxa mjög vel, mynda mikinn við og eru lítt útsettir fyrir sveppasjúkdómnum asparryði.
Rannsóknastöð skógræktar Mógilsár fær talsverða athygli í fjölmiðlum þessa dagana vegna fimmtíu ára afmælis skógræktarrannsókna á Íslandi. Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar var í spjalli á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun og einnig í Samfélaginu á sömu rás eftir hádegi ásamt Eddu S. Oddsdóttur, forstöðumanni á Mógilsá.