Umhverfisráðuneytið óskar eftir umsögnum um greinargerð nefndar um endurskoðun laga um skógrækt. Greinargerðin, ásamt umsögnum sem berast um hana, verða grunnur fyrir gerð frumvarps til nýrra skógræktarlaga.
Eftir 20 ára kynbótastarf hefur Skógrækt ríkisins tekist að þróa nýjan kynblending af lerki sem vex að rúmmáli allt að tvöfalt hraðar en Rússalerki. Plantan gæti aukið möguleika á skógrækt á Suður- og Vesturlandi.
Starfsmenn Vesturlandsdeildar Skógræktar ríkisins hafa á undan förnum vikum unnið hörðum höndum við aðfletta timbri sem  verður notað í dekkið á brúnni  yfir ginnungagapið sem myndaðist í Almannagjá á Þingvöllum.
Skógardagurinn mikli, árleg skógarhátíð Félags skógarbænda á Austurlandi, Barra, Héraðs- og Austurlandsskóga, Skógræktarfélags Austurlands og Skógræktar ríkisins, var haldinn hátíðlegur í 8. sinn í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi þann 23. júní sl.
Landnámsdagur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var haldinn í fimmta sinn laugardaginn 9. júní sl. Fjölbreytt dagskrá var í boði víða um sveitina, m.a. í þjóðskóginum í Þjórsárdal.