Skógardagurinn mikli, árleg skógarhátíð Félags skógarbænda á Austurlandi, Barra, Héraðs- og Austurlandsskóga, Skógræktarfélags Austurlands og Skógræktar ríkisins, var haldinn hátíðlegur í 8. sinn í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi þann 23. júní sl.

Dagurinn hófst á hinu árlega Skógarhlaupi þar sem hlaupin er 14 km leið um skóginn. Eftir hádegi var ýmislegt skemmtilegt í boði. Meðal atriða má nefna skógarþrautir skátanna og tónlistaratriði með Magna. Einnig fór fram Íslandsmeistarakeppnin í skógarhöggi og er Bjarki Sigurðsson nýkrýndur Íslandsmeistari. Boðið var upp á heilgrillað naut, pylsur, ketilkaffi, lummur og fleira góðgæti. Áætlað er að um tvö þúsund gestir hafi heimsótt Hallormsstaðaskóg á Skógardaginn mikla.

05072012-15

05072012-13

05072012-10

05072012-11

05072012-9


05072012-7

05072012-6

05072012-4

05072012-3

05072012-13

05072012-2

05072012-1


Myndir: Barbara Gancarek og Þröstur Eysteinsson