Í sumar hefur verið unnið að smíði á einu stærsta grillskýli sem reist hefur verið hér á landi úr íslenskum viði. Er skýlið staðsett í Haukadal í Biskupstungum og verður það hátt í 100 fermetrar að stærð. Er skýlið...
Síðustu vikur hefur mikið borið á ertuyglu í lúpínubreiðum. Er þetta með verri plágum af ertuyglu, en tegundin hefur verið töluvert áberandi síðustu ár í sunnlenskum lúpínubreiðum. Etur lirfa yglunnar blóm af ertuætt, t.d. lúpínu, umfeðming eða giljaflækju...
Laugardaginn 18. ágúst var athöfn í Trjásafninu í Mörkinni á Hallormsstað, þegar 13,20 m há lindifura var útnefnd “Tré ársins 2007”. Það er Skógræktarfélag Íslands sem velur Tré ársins og er útnefningunni ætlað að beina...
Ársskýrsla Skógræktar ríkisins fyrir árið 2006 er komin út.  Meðal efnis eru eftirfarandi umfjallanir um verkefni stofnunarinnar.  Þeim sem fá skýrsluna á prentuðu formi er bent á að hægt er að upplifa skóginn með því að strjúka skýrslunni...
Einar K. Guðfinnsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, kynnti sér skógrækt og starfsemi Skógræktar ríkisins í heimsókn í Hallormsstaðaskógi 16. ágúst. Fór ráðherra í reiðtúr um skóginn endilangan ásamt Jóni Loftssýni skógræktarstjóra, Níelsi Árna Lund, deildarstjóra í landbúnaðarráðuneytinu og Þór Þorfinnssyni skógarverði...