Laugardaginn 18. ágúst var athöfn í Trjásafninu í Mörkinni á Hallormsstað, þegar 13,20 m há lindifura var útnefnd “Tré ársins 2007”.

Það er Skógræktarfélag Íslands sem velur Tré ársins og er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt.


Magnús Jóhannesson, formaður Skógræktarfélags Íslands, afhenti Jóni Loftssyni skógræktarstjóra viðurkenningarskjal af þessu tilefni, en Trjásafnið er í umsjá Skógræktar ríkisins. Jón Loftsson afhenti svo Þór Þorfinnssyni, skógarverði á Austurlandi, skjalið til varðveislu.

 

Sjá www.skog.is