Starfsfólk Skógræktarinnar og Landgræðslunnar hittist á tveggja daga sameiginlegum starfsmannafundi sem fram fór á Selfossi. Á fyrri deginum var meðal annars kynnt hugmynd að merki fyrir hina nýju stofnun. Á fundinum tók starfsfólkið virkan þátt í mótun stofnunarinnar. Forstöðumaður Lands og skógar segir að fundurinn gefi góðan byrir fyrir áframhaldandi undirbúning hinnar nýju stofnunar.
Ekkert er því til fyrirstöðu að gróðursetja tré í nóvember ef tíðarfar hefur verið gott eins og þetta haustið. Starfsfólk Selfossskrifstofu Skógræktarinnar setti niður aspir og furur í landi Kollabæjar í Fljótshlíð í síðustu viku undir stjórn Hrafns Óskarssonar, ræktunarstjóra á Tumastöðum. Búist er við um tuttugu tonna árlegri meðalbindingu koltvísýrings á svæðinu.
Landsátakið Söfnum og sáum birkifræi efnir til birkifrætínslu og -sáningar í Vesturbyggð laugardaginn 18. nóvember og er fólk á öllum aldri hvatt til að vera með. Fræðsla verður í boði á Bíldudal kl. 11, á Tálknafirði kl. 13 og loks kl. 15 á Patreksfirði. Vesturbyggð er nánast eina svæðið á landinu þar sem eitthvað þroskaðist af birkifræi þetta árið.
Unnið er að endurbótum á efsta hluta göngustígsins frá útsýnispallinum á Hakinu á Þingvöllum og niður í Almannagjá. Viðargólf göngubrúarinnar verður endurnýjað með sitkagreni úr Haukadal sem unnið var í sögunarmyllu Skógræktarinnar í Þjórsárdal.
Heitið sitkabastarður þykir ekki öllum hljóma vel enda hefur orðið bastarður fengið heldur neikvæða merkingu í málinu. Stundum hefur þessi blendingur sitkagrenis og hvítgrenis verið kallaður hvítsitkagreni en það hefur ekki fest í máli fólks. Við tökum því jákvæða pólinn í hæðina og einblínum á merkinguna blendingur eða kynblendingur sem er auðvitað sú upphaflega.